Færslur

Sýnir færslur frá 2011

Ekkert álver.

Fyrir einum 4 ef ekki 5 árum síðan vorum við nokkur að hvíslast á milli hvort við ættum að taka upp formlega baráttu gegn álverinu. Það var mjög vandmeðfarið því hér var farið með álversandstöðu eins og mannsmorð. Svo hitti ég ónefnda konu og spurði hvort hún vildi vera með. Hún svaraði: ,,Ég myndi vera með ef ég héldi eitt andartak að hingað kæmi álver. En það er ekkert álver að koma hingað." Ég hváði og spurði hvernig hún fengi þetta út: ,,Það er enginn búinn að leggja neina peninga í þetta nema sveitarfélögin. Alcoa er ekki alvara fyrr en þeir leggja einhverja alvöru peninga í þetta. Þannig virkar bissness." Það varð aldrei úr neinni baráttu gegn álverinu því við sáum að þetta var rétt.  Það var engin alvara komin í málið. Og sú alvara kom aldrei. Þeir sem vilja kenna sitjandi ríkisstjórn um að ,,eyðileggja" álversævintýrið fyrir sér geta bara skoðað blöðin og farið í gegnum fréttir. Jú, jú, Alcoa borgaði laun fyrir alveg heilan einn mann í einhvern tíma. Þa

Ég þori varla að segja það...

Þegar fréttist af bréfi Guðrúnar Ebbu þá var ég alveg viss um að þarna væri ,,sönnunin" komin. Þarna var hún, hafin yfir vafa. Svo horfði ég á viðtalið í gær. Eitt af því fyrsta sem hún segir er að  ,,hún hafi ekki munað fyrr en..." Allt í einu fóru að koma fram bældar minningar. Fræðimenn eru ekki á eitt sáttir um bældar minningar. Sumir ganga svo langt að segja að þær séu ekki til. Ég er ekki fræðimaður í þessari grein svo ég er enginn stóri dómur um þetta. Ég er ekki heldur að segja að Guðrún Ebba sé að ljúga. Hvað ætti konunni að ganga til? Ég efast ekkert um að Guðrún Ebba trúi þessu sjálf. En á meðan bældar minningar sem sálfræðifyrirbrigði er ekki hafið yfir  vafa þá eru allar fullyrðingar byggðar á ný-mundum áður bældum minningum ekki hafnar yfir vafa. Ég er alls ekki að segja það að Ólafur Skúlason hafi verið saklaus maður. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni 1996, ekki vegna ásakananna  heldur vegna viðbragða hans við þeim. Hrokinn var yfirgengilegur. Nú er það komið í

Elsku besta Vinnumálastofnunin

Núna er góða fólkið hjá Vinnumálastofnun búið að ákveða að sveitarstjórnaseta mín flokkist undir ,,hlutastarf". Að vísu flokkar stéttarfélagið mitt sveitarstjórnarsetuna ekki undir hlutasatrf heldur ,,fundarsetu" sem reiknast ekki sem prósentuvinna en eins og góða stúlkan hjá Vinnumálastofnun bentu mér svo vinsamlega á um daginn þá vinnur Vinnumálastofnun ekki með verkalýðsfélögunum. Vinnumálstofnun hefur sem sagt ákveðið það, algjörlega upp á eigið einsdæmi og einhliða að sveitarstjórnaseta mín flokkist sem 16% hlutastarf og hefur skert atvinnuleysisbæturnar mínar sem því nemur, niður 84%. Núna skulda ég VMST fullt af pening og hún er byrjuð að draga hann af mér. Mikið varð ég glöð þegar ég fékk útborgað síðast. Samt hef ég alltaf gefið upp launin og verið dregið af mér í samræmi. Ég mæti á fundi tvisvar í mánuði. Þeir eru svona 3-4 tímar. Þetta er sem sagt alveg heill einn vinnudagur í mánuði. Síðast þegar ég vissi þá var vinnuvikan skilgreind sem 40 stundir. Þá ætti mánu

Tannlæknaraunir

Tannlæknirinn minn, sem ég er mjög ánægð með, hefur verið í fríi og/eða vinna annars staðar undanfarið. Í byrjun júlí er hringt í mig frá tannlæknastofunni og mér boðin skoðun sem ég þigg. Að vísu, er þá bætt við, er þetta nemi. Hmmm. Ég ákveð samt að  þiggja þessa skoðun því hvernig eiga þessir krakkar að læra ef þau fá ekki að spreyta sig.Auk þess fann ég ekki fyrir neinu og var tiltölulega sannfærð um að allt væri heilt. Ég mæti á tilnefndum tíma og neminn skoðar mig. Allt heilt nema hvað að einn fyllingin er farin að ,,leka" og neminn vill endilega fá að laga hana. Í stórum jaxli. Ég skal viðurkenna að ég vildi það ekki. Hjartað sagði nei, en höfuðið sagði já, af fyrrgreindri ástæði. Hvernig eiga þau að læra... Ég mæti aftur og neminn gerir við fyllinguna. Samanlagt var þetta 40 þús. króna fyrirtæki. Viðgerðin fór fram á fimmtudegi. Þá um helgina finn ég að það er ekki allt í lagi með fyllinguna, það svona ,,dúmpar" á hana og ég get ekkert notað tönnina. Ég hringi á má

Dásemdin ein

Þú ert hér með boðuð(aður) í viðtal hjá ráðgjafa á Vinnumálastofnun Norðurlands eystra. Dagur: (Í næstu viku) Tími: 0x:00 Staður: _____________ Skv. lögum um vinnumarkaðsaðgerðir nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir og lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar, eru greiðslur atvinnuleysisbóta háðar ákveðnum skilyrðum.  Athugaðu að samkvæmt úrskurði úthlutunarnefndar getur það valdið missi bótaréttar í 40 daga að mæta ekki í boðuð viðtöl eða taka ekki þátt í þeim úrræðum sem boðið er upp á. Málinu verður vísað til úthlutunarnefndar ef misbrestur verður á mætingu. Ef þú getur ekki komið á ofnagreindum tíma, hringdu þá (________) mánudaginn 10. október milli kl. 12:00 og 15:00, eða sendu tölvupóst á netfangið; _____________@vmst.is og fáðu nýjan tíma. Vinsamlegast ekki taka börn með á fundinn. Fh. Vinnumálastofnunar Norðurlands eystra _________________     Þetta er svo kurteist og elskulegt að mér hlýnar bara um hjartarætur.

Ávíturnar

Í ónefndum skóla sem ég kenndi eitt sinn í voru tölvumál skólans í lamasessi allan veturinn og allir mjög pirraðir út af því. Þetta var mjög slæmt á tímabili, erfitt að nálgast PDF skjöl og erfitt að prenta út. Tölvuumsjónarmanni skólans (sem hafði ekki viðveru í skólanum) var hreinlega bölvað í sand og ösku af öllum kennurum skólans. Einn daginn var ég að reyna að prenta út. (Hafði samt ná að prenta út þetta aukahefti og en það þótti ekki merkilegt.) Ég var með stofu á annarri hæð en gat ekki prentað úr tölvunum þar. Það var eitthvað klúður með tölvuna í vinnuherberginu líka svo ég var búin að hlaupa upp og niður og reyna að hafa þetta í gegn en ekkert gekk. Í eitt skiptið kem ég út af kennarastofunni og yfirmaður minn er á skrifstofunni sinni. Skrifstofan hans, kennararstofan og salerni eru inni á litlum gangi. Ég segi stundarhátt: ,,Það á að skjóta þennan mann.” Yfirmaður minn spyr hvort ég ætli að taka það að mér. Ég flissa eitthvað enda var ég að sjálfsögðu a

Information for foreign women in Iceland.

First of all: Welcome to Iceland, I hope you're happy here. As you may know a horrible thing has happened and if I can in any little way contribute in preventing this ever happening again I must try to do so. I hope you will not find this information sheet patronizing in any way, that is not my aim. I'm only trying to help. Iceland is not perfect. But we do have a good health care system and social care. Our health care is not totally free but it is quite affordable for the individual. We are also rather liberal and concerned about human rights . We are very liberal in sexual matters. Some might say too much so but that is just a matter of opinion. As far as the sex is between consenting adults we really don't care what you do. Out of wedlock, one night stand, whatever you want girl, you just go for it. We won't judge. If you don't want to get pregnant you can get contraception. It's pretty easy. You can buy condoms in every Apótek ( drug store .) If y

Manndómur og Landsdómur

Það er ekki oft sem mig setur hljóða. Það átti sér samt stað fyrir skömmu þegar fregnir bárust af stuðningsfundi Geirs H. Haarde í Hörpu. Það má deila um sanngirni þess að Geir standi einn eftir ákærður. Sumum, m.a. mér, hefðu þótt sanngjarnast að allir tilnefndir hefðu fengið ákæru. Svo fór ekki en það þýðir ekki að það sé ósanngjarnt að ákæra Geir. Það er altítt að ,,stjórinn" sé látinn bera ábyrgðina. Skipstjóri er gjarna látinn fara eftir nokkra slaka túra. Íþróttaþjálfarar einnig. Er það á einhvern hátt óeðlilegt að forsætisráðherra sé látinn bera ábyrgð á ríkisstjórn sinni? Það má vel vera að Geir H. Haarde hafi ekki gert neitt rangt. Sé svo hlýtur þá ekki Landsdómur að komast að einmitt þeirri niðurstöðu? Hvernig má það vera að maður sem komist hefur til æðstu metorða innan valdastofnana samfélagsins treysti nú ekki þessum sömu valdastofnunum? Valdastofnunum sem hann sjálfur átti þátt í að móta og manna. Hvað megum við hin þá segja? Geir reynir að halda því fram að þeir

Update varðandi Vinnumálastofnun

Ég hringdi í þjónustufulltrúann á Húsavík í dag. Sem betur fer var hann við þótt það sé þriðjudagur. Hann fletti upp umsókninni minni, sá að ég hafði fært inn að ég fengi laun frá Þingeyjarsveit og fannst þetta mjög skrítið. Hann hringdi í Greiðslustofu og bað viðkomandi þar um að fletta upp umsókninni minni. Þar kom í ljós að ég fór með rétt mál. Hins vegar hafði skráningin ekki skilað sér inn í kerfið einhvern veginn. Þ.a.l. á að taka þetta aftur fyrir og draga til baka fyrri ákvörðun. Þetta er að sjálfsögðu mjög gott. Hins vegar hefði verið miklu betra ef þetta upphlaup hefði alls ekki átt sér stað. Ég hélt og trúði í tæpan sólarhring að það ætti að tekjusvipta mig í tvo mánuði. Þegar maður er með íbúðarlán og lítið barn þá er það talsvert mikið mál. Ég er vissulega gift en þvert á almannaálit þá eru bændur ekki hálaunamenn. Kosturinn er vissulega sá að við hefðum ekki soltið og má þakka fyrir það. Ég ætla líka að þakka þjónustufulltrúanum á Húsavík fyrir hans góðu aðstoð því án

Óviðunandi vinnubrögð Vinnumálastofnunar

Síðastliðið vor var mér sagt upp vinnunni. Ég kenndi við Meðferðarheimilið Árbót og þegar því var lokað þá missti ég vinnuna. Ég er ekkert ánægð með það og hef ákveðnar athugasemdir við það ferli allt saman en svona er þetta. Það hefur ekki hvarflað að mér að skammast mín fyrir það að vera atvinnulaus enda ber ég ekki ábyrgð á efnahagsástandi þjóðarinnar, vinslitum Braga og Árbótarhjóna, fækkun í sveitum landsins né því að tilheyra ekki elítunni. Í sex mánuði var ég á biðlaunum en það lá ljóst fyrir að ég myndi fara á atvinnuleysisbætur í febrúar. Undanfarin 8 ár hef ég verið á fyrirframgreiddum launum en fór nú á eftirágreidd laun svo ljóst var að þarna myndi myndast bil. Í janúar hringi ég í Vinnumálastofnun til að fá leiðbeiningar. Mér er sagt að ég þurfi að fá vottorð frá vinnuveitanda. Svo á ég að fara á skrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík nokkrum dögum áður en ég fell út af launaskrá, skrá mig og afhenda þetta vottorð. Um miðjan janúar mæti ég á áðurnefnda skrif

Tíminn

Frá því ég komst til vits og ára hef ég vitað að tíminn líður. Ég átta mig fullkomlega á því að ég eldist með hverjum deginum sem líður og einhvern tíma verð ég gömul. Ef ég er heppin. Því það er jú ekki nema um tvennt að velja; eldast eða deyja. Á tilteknum tíma og rúmi beið mín öldrun. Þetta hef ég alltaf vitað. En satt best að segja þá trúði ég því aldrei raunverulega. Ég vissi að ég yrði einhvern tíma gömul en ég gerði ekki ráð fyrir því að einhvern tíma myndi breytast í núna . Ég hef verið að upplifa ákveðna hluti undanfarin 10 ár eða svo: Ég hætti að skilja hvað stóð í BT auglýsingabæklingunum. Ég fer til læknis og það er barn sem tekur á móti mér. Við þetta barn á ég að tala eins og fullorðna manneskju sem viti hvað hún sé að gera. Fyrir nokkru lenti ég á svona læknabarni sem sagðist ætla að ráðfæra sig við sérfræðingana sem eru orðnir gamlir í hettunni, reynsluboltana. Þessir lífsreyndu karlar eru strákar á sama aldri og ég. Þegar ég horfði á Live Aid í beinni á sínum tíma þá

Sæt lítil samsæriskenning

Sennilega hef ég setið í Þýskum bókmenntum á sínum tíma (frekar en menntó) þegar upp kom umræða um Baader-Meinhoff hryðjuverkagengið. M.a. veltum við fyrir okkur hvað fólkinu hefði eiginlega gengið til. Kennarinn útskýrði það þannig að hugmyndafræðin gengi út á að til að ná fram sinni draumaskipan þá yrði að gera núverandi ástand svo óþolandi að fólki fyndist allt betra en það. Þetta þykir mér undarleg hugmyndafræði en sel ekki dýrar en ég keypti. Umræðan um Icesave velti þessari minningu fram úr rykföllnum geymslum áranna. Mér er fyrirmunað að skilja að sama fólk sem vælir endalaust um það að ,,ríkisstjórnin geri ekki neitt" ætli sér nú að gera ríkisstjórninni eins erfitt fyrir að ,,gera eitthvað" og hægt er og helst að koma algjörlega í veg fyrir það. Við getum reynt að blekkja okkur fram í rauðan dauðann en það blasir við að með Nei-i erum við í besta falli að tryggja status quo næstu árin. Málaferli taka tíma og þó svo ólíklega vildi til að við ynnum þá verður lánshæfisma

Nei-ið

Hafi ég skilið málflutning þeirra sem vilja hafna Icesave samningunum þann 9. apríl næstkomandi þá eru þessar ástæður helstar: 1. Okkur ber engin skylda til að borga þetta. 2. Þótt við höfnum samningnum þá gerist ekki neitt sbr. síðustu höfnun. 3. Icesave er bara inngöngumiði í ESB og með því að hafna samningnum þá losnum við við ESB. Allt í lagi. Allt er þetta gott og gilt. Ég er til í ýmislegt til að losna við ESB. En ég get ekki að því gert en mér sýnist vera einhver rökvilla í þessum málflutningi. Af hverju fáum við ekki inngöngu í ESB ef við neitum að borga? Hlýtur það ekki að vera vegna þess að Evrópusambandsþjóðirnar telja að okkur sé skylt að borga? Er nóg að við teljum að okkur sé ekki skylt að borga, verða ekki viðsemjendur og jafnvel fleiri að deila þeirri skoðun? Og eru það ekki þessar sömu Evrópuþjóðir sem hafa dómsvald í málinu? Hvernig er hægt að halda því fram að við eigum möguleika á því að vinna dómsmál þegar það (virðist) liggja ljóst fyrir að við fáum ek

Synjunin

Ég hef alltaf verið hlynnt 26. grein stjórnarskrárinnar. Mér finnst nauðsynlegt að til staðar sé ákveðinn öryggisventill ef svo bæri við að stjórnmálamenn færu offari. Ég fagnaði ákaft þegar forsetinn virkjaði í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins 26. greinina og synjaði fjölmiðlalögunum svokölluðu staðfestingar. Af hverju fagnaði ég? Jú, ég stend vinstra megin við línuna frægu. Eins og málið var sett upp af fjölmiðlum og andstæðingum þáverandi ríkisstjórnar þá snerust lögin um persónulega vanþóknun Davíðs Oddssonar á Bónusfeðgum. Lögin snerust um eignahald á fjölmiðlum og krosseignatengsl. Forsetinn synjaði lögunum staðfestingar, ríkisstjórnin dró þau til baka og þau aldrei sett. 2008 varð efnahagshrun á Íslandi. Margt hefur verið tínt til um ástæður þess, m.a. að fjölmiðlar, flestir í eigu Bónusfeðga, sinntu ekki hlutverki sínu og það voru engin lög um krosseignatengsl. Úpps... Núna situr vinstri stjórn í landinu og að sjálfsögðu styð ég þá ríkisstjórn. Þannig í raun er alveg sama hvað