Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 15, 2015

Feluleikur

Mynd
Á Íslandi sem og víðar gilda lög eins og td. stjórnsýslulög , sveitarstjórnarlög og upplýsingalög . Ætlast er til að landsmenn fari eftir lögum og ekki síður að stjórnvald fari eftir lögum. Valdhafar eru nefnilega í yfirburðastöðu gagnvart þegnum sínum og afar brýnt að tryggja að valdhafar misnoti sér ekki þá yfirburðastöðu. Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög mæla fyrir um hvernig hlutirnir eigi að ganga fyrir sig. Upplýsingalögin snúast hins vegar um rétt almennings til að vita hvað valdhafinn er að aðhafast, einmitt til þess að veita honum aðhald. Í fyrstu grein upplýsingalaga segir: I. kafli. Markmið og gildissvið. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. í þeim tilgangi að styrkja:    1. upplýsingarétt og tjáningarfrelsi,    2. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi,    3. aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum,    4. möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opin

Vinsamleg tilmæli

Mynd
Mig langar að benda sveitarstjórn og sveitarstjóra Þingeyjarsveitar á að nú eru 8 dagar síðan umsóknarfrestur um skólastjórastöðu Þingeyjarskóla rann út. Skv. Upplýsingalögum 7. grein. þá höfum við rétt á að vita hverjir sóttu um. Í greininni segir „þegar umsóknarfrestur er liðinn“ svo tíminn sem þið hafið haft er orðinn alveg ríflegur.   Fyrst ég er nú að tjatta við ykkur svona á vinalegu nótunum þá vil ég endilega koma því að að mér þykir það ákaflega misráðið að fá ekki utanaðkomandi aðila til að meta umsækjendur og ráða í starfið. 

Vinnubrögð - Fundargerðir

Mynd
Sveitarstjórn, fundur nr. 145. Dags. 8.5.2014 6.      Kynning á mögulegri ljósleiðaravæðingu: Til fundarins mætti Gunnar Björn Þórhallsson frá fyrirtækinu Tengir hf. til að kynna möguleika á ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins og frumathugun á því verkefni. Sveitarstjórn þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Sveitarstjórn samþykkir að láta gera frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu og samþykkir allt að 300 þús.kr. sem viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna verkefnisins. * (Litbreyting mín.) Sveitarstjórn, fundur nr. 151.  Dags. 21.8.2014 1.      Frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu Tengir hf. var fengið til þess að vinna frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Fyrir fundinum liggur minnisblaði frá Gunnari B. Þórhallssyni f.h. Tengis hf. um framkvæmd og kostnað. Sveitarstjórn óskar eftir frekari gögnum og upplýsingum um málið og í framhaldinu fund með Gunnari. (Litbreyting mín.)   Sveitarstjórn, fundur nr. 152.  Dags. 4